Skip to main content

Þemadagar Gerðaskóla í Garði

Árlega stendur Gerðaskóli í Garði fyrir þemadögum. Í ár var þemað: Vinátta, gleði, samvinna og góðverk. Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessum dögum með þeim og mættum með perlurnar okkar fínu. Krakkarnir í 7. til 10. bekk létu sitt ekki eftir liggja og perluðu 190 armbönd fyrir okkur. Ekki nóg með að perla að þá stóðu þau fyrir fatamarkaði og kaffisölu sem var til styrktar Krafti og seldu þau föt og bakkelsi fyrir 140.000 kr sem runnu beint til okkar. Við þökkum svo sannarlega fyrir okkur, framtíðin er greinilega björt í Garði með þennan flotta hóp krakka.