Skip to main content

Þið eruð öll perlur!!

By 9. febrúar 2018Fréttir

Síðustu vikur hefur Kraftur staðið fyrir vitundarvakningu og fjáröflunarátaki fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Með ykkar hjálp varð þetta að veruleika. Yfir 5000 armbönd voru seld og perluð á meðan á átakinu stóð og höfum við svo sannarlega vakið athygli á málstað okkar.

Þökkum við fjölmiðlum sérstaklega fyrir að aðstoða okkur með birtingum á auglýsingum, fréttum og viðtölum sem hafa vakið athygli á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum og hvað það snertir í raun marga.

„Krabbamein kemur öllum við“ eru svo sannarlega orð að sönnu.

Kraftur er lítið félag með stórt hjarta sem sýndi sig svo sannarlega í Hörpunni þann 4. febrúar síðastliðinn þegar yfir 3000 manns mættu til að leggja málstaðnum lið.

Þakklæti er okkur efst í huga og þökkum við öllum þeim sem lögðu okkur lið í viðburðinum sem og átakinu í heild sinni. Þetta hefði aldrei verið hægt án ykkur  

Hér má sjá samantekt frá átakinu í heild sinni:
https://www.youtube.com/watch?v=vXbhTM872BA 

Leave a Reply