Skip to main content

Þökkum þeim sem hlupu af Krafti!

By 24. ágúst 2018mars 25th, 2024Fréttir

Reykjavíkumaraþon Íslandsbanka var síðastliðinn laugardag þar sem um 15.000 manns tóku þátt og hlupu fyrir málefni sem er þeim hjartfólgið.

Um 300 manns hlupu af Krafti í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið og er félagið þeim ótrúlega þakklátt. En áheitasöfnunin í kringum maraþonið er ein stærsta fjáröflun félagsins á árinu. Það var því mjög þakklátt appelsínuklætt fólk á hliðarlínunni sem hvatti sitt fólk áfram á Ægissíðunni. En  það er örugglega það dásamlegasta við þetta hlaup er hvað það myndast mikill samhugur og náungakærleikur.

Við þökkum öllum þeim 300 hlaupurum sem hlupu af Krafti í Reykjavíkurmaraþoninu og hafa nú safnað 4,6 milljónum fyrir félagið. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hétu á hlauparana okkar sem og alla sem hvöttu þá til dáða á hliðarlínunni á laugardaginn. Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum. Þessi stuðningur og samhugur er okkur ómetanlegur ❤️