Skip to main content

Til hamingju Kraftur

Þann 1. október síðastliðinn varð Kraftur 23 ára. Af því tilefni fékk Kraftur nýja vefsíðu en félagið var hreinlega vaxið upp úr gamla vefnum. Litla félagið okkar með stóra hjartað vex og dafnar með hverju árinu. Því var orðin mikil þörf fyrir nýjan vef.

Nýi vefurinn er bæði með nýju útliti sem og betrumbættri þjónustu eins og einfaldari leit og notkun á vefnum. Hann er einstaklega farsímavænn og ættu félagsmenn sem og aðrir að finna auðveldlega þá þjónustu og fræðslu sem er til staðar hjá Krafti. Þess má geta að hugbúnaðarfyrirtækið OK sá um hönnun og uppsetningu á vefnum í nánu samstarfi við Kraft.

Fræðsluvefur Krafts var einnig betrumbættur til muna en þar er að finna helstu fræðslu sem viðkemur veikindunum og þeim spurningum sem koma upp þegar krabbamein er annars vegar. Fræðsluvefurinn er byggður á bókinni LífsKrafti – Fokk ég er með krabbamein sem félagið gefur út og þar getur fólk leitað eftir svörum.

Við vonum svo sannarlega að nýr vefur muni þjónusta félagsmenn sem og aðra betur og hvetjum ykkur eindregið í hann en hægt er að sækja um alla þjónustu inn á vefnum og nálgast alls kyns upplýsingar. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir vinsamlegast sendið á laila@kraftur.org.

Við óskum Krafti innilega til hamingju með afmælið, um leið og við fögnum nýjum vef. Við í Krafti erum afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa stutt félagið í gegnum árin. Það er þeim að þakka að við getum verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Lífið er núna 🧡