Skip to main content

Toyota færir Krafti myndarlegan styrk

By 14. mars 2016nóvember 24th, 2016Fréttir

Krafti barst myndarleg gjöf þann 9. mars sl. Þá mættu fulltrúar frá Toyota umboðinu og afhentu félaginu afrakstur söfnunarinnar „Geðveik jól“ þar sem kr. 1.469.250 söfnuðust fyrir Kraft. Það voru þau Guðmundur, Bjartur Máni, Inger Birta, Ásthildur og Arnar sem komu færandi hendi á skrifstofu félgsins og afhentu Þóri Ármanni og Ólafi, stjórnarmönnum í Krafti , upphæðina. Varla þarf að taka fram hversu miklu máli það skiptir lítið félag eins og Kraft að fá svo ríflegan styrk og færum við Toyota og starfsfólki fyrirtækisins alúðarþakkir fyrir framtakið.

Leave a Reply