Skip to main content

Unglingadeild Seljaskóla perlaði af Krafti

Loksins gátum við heimsótt Seljaskóla aftur eftir þið vitið hvað. Þar hefur skapast skemmtileg hef hjá unglingastigi skólans að fá Kraft í heimsókn í smá perlustund. Hópurinn lét svo sannarlega hendur standa fram úr ermum og perluðu 430 armbönd, ekkert smá vel gert það.  Það var virkilega notalegt að gæða sér á góðu kakói og piparkökum og hlusta á nokkur jólalög yfir perlinu.  Við þökkum Seljaskóla kærlega fyrir móttökuna og hlökkum til að koma aftur.