Skip to main content

Veglegur styrkur frá Lýðheilsusjóð

By 30. júní 2017Fréttir

Kraftur fékk úthlutað í síðustu viku 1.000.000 kr. styrk úr Lýðheilsusjóð fyrir fræðslustarfi fyrir krabbameinsgreint ungt fólk. Þessi veglegi styrkur kemur vel að notum þar sem fjárhæðin mun fara í það að endurútgefa LífsKraft, handbók um allt sem þú þarft að vita um krabbamein og afleiðingar þess. Einnig mun Kraftur standa fyrir fræðslufyrirlestraröð næsta haust er varða ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess.

Alls fengu um 95 verkefni styrk úr sjóðnum er tengist lýðheilsur og var Kraftur þar á meðal. Um leið og Kraftur þakkar fyrir þennan veglega styrk, hlökkum við til að geta notað þennan pening í þágu okkar félagsmanna.

Leave a Reply