Skip to main content

Velheppnað Lífið er núna Festival

Þann 10. september síðastliðinn hélt Kraftur Lífið er núna festivalið með pompi og prakt þar sem um 60 félagsmenn komu saman á Hótel Hilton. Markmið Festivalsins var að leiða saman félagsmenn, hitta aðra í svipuðum sporum, fræðast og skemmta sér. Einnig var Festivalið haldin sem áminning um að njóta líðandi stundar og skapa góðar minningar þar sem veikindin geta verið mjög krefjandi tími fyrir alla.

Fræðsla, fróðleikur og fjölbreyttar vinnustofur

Félagsmenn voru hæstánægðir með daginn en um daginn var boðið upp á fjölmargar vinnustofur þar sem fólk gat valið um t.a.m. fræðslu um vöxt í mótlæti, núvitund í daglegu lífi, fyrirlestur um sjálfsmyndarkrísu og ferðalag í gegnum slíkt, kælimeðferð, þreytustjórnun og ráðgjöf í fjárfestingum. Einnig var í boði ýmsar hreyfimiðaðar vinnustofur eins og hreyfiflæði með Primal Iceland, jóga, æfing með FítonsKrafti og Söru Sigmundsdóttir, afródans og slökun undir gongtónum. Þátttakendur gátu einnig notið þess að slaka á í Spa-inu á Hótel Hilton í lok dags.

Sturluð stemning með Stuðlabandinu

Um kvöldið var svo haldið sturlað partý og veisla í Vox Club á Hótel Hilton þar sem í boði var fordrykkur og svo þriggja rétta máltíð. Sóley Kristjánsdóttir og Arnar Sveinn Geirsson, félagsmenn í Krafti sáu um veislustjórn með einstökum hætti. Jóhann Alfreð uppistandari mætti á svæðið og Stuðlabandið kom sá og sigraði og tryllti mannskapinn á dansgólfinu. Að lokum kom Dj-Dúóið Glókollur og lokaði kvöldinu.
Festivalið var félagsmönnum að kostnaðarlausu og fengu meira að segja félagsmenn utan af landi niðurgreiðslu á ferðakostnaði frá Krafti í samstarfi við Atlantsolíu og Icelandair ásamt gistingu á Hótel Hilton og Íslandshótelum. Kraftur fékk einnig veglegan styrk frá Heilbrigðisráðuneytinu sem gerði okkur kleift að halda Festivalið.

Ótrúlega margir komu að deginum og gerðu þennan dag að veruleika og erum við þeim ævinlega þakklát. Viljum við þakka félagsmönnum okkar fyrir ógleymanlegan dag og kvöld og ykkur sem hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika!

Sjá myndasafn hér að neðan og einnig er hægt að sjá skemmtilegar myndir á Instagram undir #lífiðernúnafestival.

Við þökkum sérstaklega eftirfarandi aðilum og fyrirtækjum sem og stjórn og starfsfólki Krafts:

Nokkrar svipmyndir frá Lífið er núna Festivalinu
Myndir: Leifur Wilberg Orrason