Skip to main content

Vel heppnaður sýrlenskur góðgerðarkvöldverður.

Við áttum dásamlega stund með fjölda fólks í gær.

Við getum ekki lýst þakklæti okkar til okkar kæru vina 🧡 Kinan, Talal og Zinab 🧡 fyrir að standa í stórræðum og elda allan þennan dýrindis mat.  Veisluborðið svignaði undan veigunum og það var setið á hverjum einasta stól á svæðinu. Það fóru allir saddir og sælir heim.  Merkilegt nokk þá var smá afgangur og var vinum okkar það mikið í mun að hann færi á góðan stað. Það gerði hann svo sannarlega því nágrannar okkar í Konukoti nutu góðs af.

Hér eru nokkrar myndir af þessu eftirminnilega kvöldi.