Skip to main content

Við frestum viðburðum hjá Krafti vegna COVID 19

Vegna hættu á COVID-19 smiti hefur Kraftur ákveðið að fresta flestum viðburðum félagsins í mars þar sem félagsmenn Krafts eru oft á tíðum með bælt ofnæmiskerfi eða eru í tengslum við veika einstaklinga.

Það er afstaða Krafts að fara að öllu með gát og viljum við tryggja öryggi þeirra sem til okkar sækja stuðning, viðburði og fræðslu. Við munum taka stöðuna í hverri viku og fylgjum tilmælum Landlæknis og ráðleggingum frá þeim – sjá hér.

FítonsKraftur, StelpuKraftur og Gönguhópurinn Klífum á brattann munu enn vera á dagskrá hjá okkur en við vekjum athygli á því að ef fólk hafi dvalið á skilgreindum áhættusvæðum sem Kórónaveiran hefur greinst eða hefur flenskulík einkenni að mæta ekki. Ef þú ert í ónæmisbælandi meðferð eða vilt ekki vera í fjölda á meðan óvissuástand ríkir vegna Covid 19 þá er vissara að gæta öryggis og vera heima. Atli þjálfari FítonsKrafts er tilbúinn að senda þér æfingar sem þú getur gert heima hjá þér. Sendu endilega póst á fitonskraftur@kraftur.org. Viðburðir hjá NorðanKrafti munu haldast óbreyttir að svo stöddu.

Viðburðirnir sem falla niður í mars eru:

  • Allir perlað af Krafti viðburðir
  • FítonsYoga
  • Opinn viðtalstími á spítalanum
  • AðstandendaKraftur
  • Stuðningsfulltrúanámskeið
  • Kraftmikil strákastund á Kexinu

Við munum birta upplýsingar á vefsíðunni okkar ef breytingar verða á. Ef þú átt bókaðan tíma í viðtal hjá Krafti, sálfræðingi eða markþjálfa Krafts, og ert að upplifa flensulík einkenni eða hefur ferðast um skilgreind áhættusvæði að undanförnu þá mælum við með að þú hafir samband í síma 866-9600 og fáir bókaðan nýjan tíma.

Við vonum að þessar aðgerðir bæti öryggi félagsmanna okkar og stytti tímann sem þetta ástanda varir í þjóðfélaginu.

Leave a Reply