Skip to main content

Vilt þú gerast stuðningsfulltrúi í Stuðningsneti Krafts?

By 11. maí 2017mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur mun halda námskeið námskeið fyrir nýja stuðningsfulltrúa mánudagana 22. og 29. maí. Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og hafa lokið við krabbameinsmeðferð sem og aðstandendum, sem vilja styðja við einstaklinga sem eru í svipuðum sporum.

Á námskeiðinu er m.a. veitt þjálfun í samtalstækni, að deila reynslu sinni á viðeigandi hátt og að setja mörk. Ásamt því að farið verður yfir ýmis málefni sem oft fylgja krabbameinsveikindum eins og erfiðar tilfinningar, hvar má nálgast upplýsingar, aðstoð fagaðila, samskipti í fjölskyldum, að tala við börn um krabbamein og fleira.

Þar sem við höfum fundið fyrir aukinni þörf í að styðja við aðstandendur viljum við sérstaklega hvetja áhugasama aðstandendur til þess að skrá sig.

Boðið verður upp á kvöldverð og komið verður til móts við þá sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að ferðast lengri vegalengdir til þess að komast á námskeiðið.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og umsjónarmaður stuðningsnets Krafts.

Skráning á netfanginu salfraedingur@kraftur.org eða með því að fylla út þetta skráningarform.