Skip to main content

Bókun/Tripadvisor perlar af Krafti

Nýverið lögðu starfsmenn Bókun / Tripadvisor á Íslandi Krafti lið og perluðu armbönd til styrktar félaginu. Starfsmennirnir perluðu alls um 350 armbönd til stuðnings félaginu.

Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar vinnustaðir taka sig saman og leggja hönd á perlu til að styðja við bakið á félaginu. Starfsmenn og stjórn Krafts þakka Bókun / Tripadvisor á Íslandi innilega fyrir að leggja sitt að mörkum.

Ef að vinnustaðurinn þinn hefur áhuga á að leggja félaginu lið getið þið haft samband við okkur í tölvupósti kraftur@kraftur.org. 

Með ykkar hjálp getum við stutt enn fremur við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum.

Armböndin fást í vefverslun Krafts og eru með áletruninni Lífið er núna.

Leave a Reply