Skip to main content

Dagskrá Krafts í febrúar

By 31. janúar 2020mars 18th, 2024Fréttir

Dagskrá febrúar hefur litið dagsins ljós. Við vekjum sérstaka athygli á því að þó það sé því miður fullt í gistingu í Skíðaferð Krafts þá geturðu alltaf komið á eigin vegum og verið með okkur. Eða ef þú býrð norðan þá er enn laust pláss í fjallið. Við verðum líka með skemmtilegt PubQuiz í anda Krafts á Kaffi Kú á Akureyri 8. febrúar kl. 20:30 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir hvort sem þeir eru í skíðaferð eður ei.

Þú getur halað niður febrúr dagskránni hér sem pdf og smellt á hvern viðburð sérstaklega til að fá nánari upplýsingar .Við minnum einng á aðra þjónustu sem Kraftur veitir endurgjaldlaust, markþjálfun, sálfræðiþjónustu og Stuðningsnetið.

Við vekjum líka athygli á dagskrá NorðanKrafts fyrir norðan og mælum við eindregið með því að þú kynnir þér það starf en hér geturðu líka séð dagskrána hjá NorðanKrafti.