Skip to main content

Dagskrá Krafts í október

Bleikur október er mættur í öllum sínum skrúða og að sjálfsögðu leggur Kraftur sitt á vogarskálarnar að vekja athygli á vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins. Fullt af flottum viðburðum eru á dagskrá í október en við vekjum sérstaka athygli á þessum hér að neðan.

En hér geturðu hlaðið niður dagskrá Krafts í september sem PDF

Kröftug Kvennastund

Við verðum með Kröftuga Kvennastund á Iðnó þann 11. október næstkomandi þar sem kraftmiklar konur munu deila sinni reynslu og þeim áskorunum sem þær hafa staðið frammi fyrir í lífinu. Þær konur sem koma fram verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Bára O’Brien Ragnhildardóttir og Tinna Ósk Grímarsdóttir. Snjólaug Lúðvíksdóttir verður með uppistand og léttar veitingar verða líka í boði. En athugið það þarf að skrá sig.

StrákaKraftur mættur til leiks á ný

Þann 19. október verður skemmtileg strákasund sem Kraftur heldur í samstarfi við Ljósið. Þá ætla strákarnir í StrákaKrafti og Ljósinu að skella sér í pílu og burger á Bullseye. Þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu geta líka mætt á seinnipartsæfingu með Stefáni íþróttafræðingi á undan. Endilega skráðu þig til leiks.

Lífið er núna helgi

Ekki láta Lífið er núna helgina á Ströndum fram hjá þér fara. Endurnærandi og ævintýraleg helgi meðal jafningja dagana 28. til 30. október þar sem við njótum þess að vera saman í fallegu umhverfi og byggjum okkur upp líkamlega og andlega. Sjá nánar hér.