Skip to main content

Dagskrá mars

Nú er Mottumars að mæta á svæðið og að sjálfsögðu ætlum við í Krafti að vera þá með Kröftuga strákastund á Kexinu þar sem strákar deila sinni reynslu og fá ráðleggingar og stuðning. Við ætlum líka að nýta skíðafærið og læra á gönguskíði á tveggja vikna námskeiði með skíðagöngufélaginu Ullur. Við vekjum sérstaka athygli á ParaKrafti nú í mars, og tveimur viðburðum í apríl: Vinnustofunni Bjargráð við kvíða og Stuðningsfulltrúanámskeiði sem verður á Akureyri en skráning í þau bæði er hafin.

Að sjálfsögðu verðum við með fasta liði eins og vanalega í febrúar eins og StelpuKraft, StrákaKraft, AðstandendaKraft, NorðanKraft og göngu en þú getur skrollað niður til að sjá alla viðburðina. Athugaðu líka að Aðalfundur Krafts er á dagskrá 7. apríl og umsóknir í Neyðarsjóðinn þurfa að berast fyrir 19. apríl.

Hér getur þú hlaðið niður PDF útgáfu af dagskránni okkar sem og þú getur séð dagskrá NorðanKrafts hér.