Skip to main content

Dagskráin í desember

Dásamlegi desember 🎅 er mættur í öllu sínu veldi með tilheyrandi notalegheitum 🕯 og dassi af stressi. Kraftur ætlar svo sannarlega að skella sér í hátíðarbúning í desember og bjóða upp á allskonar kræsingar og mikið ofsalega verður gaman hjá okkur við að skapa dýrmætar minningar.

Fyrst ber að nefna 🎄 Aðventukvöld Krafts sem verður 8. desember nk. Við höfum engu gleymt, þó það sé pínu langt síðan við gerðum þetta „live“ síðast. Veitingaborðið verður á sínum stað og happadrættið vinsæla. Við ætlum að eiga kósý jólastund, hlusta á bókaupplestur, fá jólasveina í heimsókn og syngja okkur hás með hinni einu sönnu Guðrúnu Árnýju.🎶
Til að allt gangi nú upp, þá er um að gera að skrá sig og sína hér.

Fastir liðir eins og venjulega fá á sig smá jólabúning.  

NorðanKraftur ætlar á jólatónleika með Valdimar fyrstu helgina í desember.

FítonsKraftur ætlar í kósý jólagöngu um Heiðmörk og enda með smá kakó í bolla.

StelpuKraftur ætlar að slaka á í LaugumSpa.

AðstandendaKraftur ætlar að kjarna sig fyrir jólin með slökun og YogaNidra

StrákaKraftur ætlar að fá útrás í bílahermi.

Ef þið viljið prenta út dagskránna og hengja upp á ísskápinn þá er hún aðgengileg hér.