Skip to main content

Erum við að leita að þér?

Kraftur leitar eftir öflugum og jákvæðum einstaklingum sem brenna fyrir umbótum og samfélagslegri velferð. Í boði eru þrjú fjölbreytt og skemmtileg störf í spennandi umhverfi.

Fjáröflunarstjóri (100%)

Fjáröflunarstjóri Krafts skipuleggur og heldur m.a. utan um fjáröflun félagsins, hefur umsjón með sölu varnings, mánaðarlegum styrktaraðilum og framleiðslu Lífið er núna perluarmbanda. Að auki hefur viðkomandi umsjón með daglegum rekstri skrifstofu og er í samskiptum og á í samstarfi við styrktaraðila og aðra velunnara.
Umsóknafrestur er til 27. maí.

Markaðs- og kynningarstjóri (50-100%)

Markaðs- og kynningarstjóri Krafts hefur umsjón með markaðs-og kynningarstarfi félagsins, þróar og innleiðis markaðsáætlanir, hefur umsjón með vitunarvakningum, vef- og samfélagsmiðlum félagsins. Þá sér viðkomandi einnig um birtingu frétta og sér um almannatengsl, textagerð og ber ábyrgð á viðburðum er varðar markaðs-og kynningastarf félagsins. Að auki er umsjón með efnissköpun og aðkoma að útgáfu og kynningarefni félagsins hluti af starfinu.
Umsóknafrestur er til 29. maí.

Viðburðar- og sjálfboðaliðastjóri (50-100%)

Viðburðar-og sjálfboðaliðastjóri Krafts skipuleggur og heldur utan um almennu viðburðarhaldi félagsins ásamt að aðstoða við fjáröflunarviðburði. Viðkomandi heldur utan um sjálfboðaliða félagsins, aðstoðar við mánaðarlega dagskrá fyrir félagsmenn og kemur að markaðssetningu, vitundarvakningu og fræðslumálum.
Umsóknafrestur er til 29. maí.

Sótt er um störfin á heimasíðu Alfreðs, hér.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri í síma 866-9600 eða á netfanginu solveig@kraftur.org

Close Menu