Skip to main content

Fræðsluvefur Krafts opnar

By 20. apríl 2019mars 25th, 2024Fréttir

Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins höfum við nú opnað Fræðsluvef Krafts.

Fræðsluvefur Krafts er byggður upp á bókinni okkar LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein en þarna eru svör við ýmsum spurningum sem að koma upp í huga fólks er snýr að því að greinast með krabbamein, krabbameinsmeðferðum, samskiptum og öðru. Það eru margar spurningar sem kvikna þegar maður greinist með krabbamein og þá er gott að geta leitað upplýsinga á vefnum.

Þetta er „lifandi“ vefur með gagnkvæma virkni. Notendur geta skráð sig inn og geymt greinar og svör í sínu eigin viðmóti til minnis eða lesturs síðar. Hægt er að senda inn spurningar sem við svörum með aðstoð sérfræðinga. Greinarnar og svörin eru með merkingar (e. Tags) svo að notendur ættu auðveldlega líka að geta fundið tengd efni.

Við bendum á að þar sem vefurinn er „lifandi“ erum við stöðugt að bæta hann og bæta inn nýju efni. Ef þú finnur ekki efni sem þú ert að leita að inni á vefnum getur þú sent okkur spurningu í þar til gerðu formi. Nú er bara um að gera að kíkja á þessa glæsilegu nýju afurð frá Krafti, fræðast og spyrja.