Skip to main content

Við frestum og færum viðburði enn einu sinni

Nú hefur enn meira verið hert á sóttvarnaraðgerðum svo við höfum aðlagað dagskrá október að því sem og þjónustu. Því miður höfum við þurft að hætta við einhverja viðburði og aðlaga aðra. En við munum endurskoða dagskrána í hverri viku ef að tilmæli sóttvarnateymisins breytast.

Viðburðir og þjónusta Krafts í október

Hér að neðan má sjá þjónustu og viðburði Krafts í október og hvernig hlutum er þar háttað.

Að klífa brattann – Heiðmörk

Enn er stefnt á 24. október milli kl. 11:00 og 12:30. Meldaðu þig endilega í þessa göngu en þetta er auðveld leið á flestra færi þar sem lítið er um hækkun og er gengið á merktri gönguleið.

AðstandendaKraftur – Hvernig tekst ég á við kvíða?

Er á dagskrá  núna 27. október. Sjá nánar hér.

Finndu þinn eldmóð – markþjálfunarnámskeið

Er nú á dagskrá 28. október. Sjá nánar hér.

FítonsKraftur – æfingar

Æfingar falla niður fyrstu tvær vikurnar í október en áætlað er að útiæfingar hefjist 20. október. Æfingarnar verða áfram á þriðjudögum og fimmtudögum milli 17:00 og 18:15 en auglýst verður á Facebook síðu hópsins hvar æfingarnar verða haldnar.

FítonsKraftur – Hjólaævintýri í Heiðmörk

Fellur niður um óákveðinn tíma

Kröftugar konur í Hörpu

Frestast til 9.desember 2020.

Sálfræðiþjónusta

Þorri sálfræðigur verður aðra hverja viku  í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og hina vikuna er boðið upp á símaviðtöl. Þegar viðtölin eru á staðnum eru þau örlítið styttri, svæðið sótthreinsað á milli skjólstæðinga, grímuskylda og tveggja metra reglan í gildi. Ef þú vilt bóka þér tíma hjá sálfræðingi Krafts þá bendum við á síma 866-9618 eða netfangið: salfraedingur@kraftur.org.

Markþjálfun

Stína markþjálfi heldur áfram að veita viðtöl í gegnum síma eða fjarskiptaforritinu Zoom eða Teams. Ef þú villt bóka tíma hjá markþjálfa getur þú gert það hér.

StelpuKraftur

  • Bleikt boð – 5. október
    • Netfundur
  • Hittingur – 19. október
    • Netfundur

     

Stuðningsfulltrúanámskeið

Verður haldið 26. október og 2. nóvember en að sjálfsögðu gætt að öllum sóttvarnarákvæðum. Sjá nánar hér.

Við í Krafti viljum í einu og öllu sína gott fordæmi og leggja okkar að mörkum til að sporna við útbreiðslu á Covid19. Hér má hala niður breyttri dagskrá.