Skip to main content

Ráðstafanir vegna samkomutakmarkana

By 25. mars 2021mars 29th, 2021Fréttir

Í ljósi nýjustu fregna um 10 manna samkomutakmarnir höfum við þurft að gera viðeigandi ráðstafanir á starfsemi félagsins:

  • Opnunartími skrifstofu mun haldast óbreyttur þ.e. alla daga frá kl. 9 – 16
  • Til 15.apríl verða engir viðburðir í raunheimum og flytjum allt í stafræna heima (þetta á við um viðburði, fræðslu og stuðnignshópa)
  • Viðtöl eins og sálfræðiþjónusta, markþjálfun, jafningjastuðningur og viðtöl við nýja félagsmenn munu enn fara fram með viðeigandi sóttvarnaráðstöfunum.
  • Æfingar hjá FítonsKrafti munu falla niður á tímabilinu og þess í stað boðið upp á fjarþjálfun.
  • Göngur með Að Klífa brattann munu halda áfram og er næsta ganga áætluð lau. 24.apríl.

Við erum auðvitað alltaf við símann og hægt að hringa í s: 866-9600 eða senda okkur póst á kraftur@kraftur.org.

Þangað til næst „stay strong“ og gerum þetta saman ENN AFTUR!