Skip to main content

Stafræn nýjung í fjarþjálfun Krafts

Frá árinu 2018 hefur Kraftur haldið úti fjarþjálfunarprógrammi til að koma betur til móts við þá sem búa úti á landsbyggðinni. Í ljósi aðstæðna höfum við í Krafti tekið þetta skrefinu lengra og höfum nú hafið samstarf við fjarmedferd.is til að gera fólki þægilegra að gera æfingar heima fyrir eða á sínum eigin tíma. Þetta er hluti af FítonsKrafti, endurhæfingu fyrir unga einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.

„Fjarmeðferð er fjarþjálfunarsnjallforrit og með því getur þú fengið sérsniðnar æfingaáætlanir, séð myndbönd af æfingum og haft beint samband við mig í gegnum skilaboð eða bókað myndfundi,“ segir Atli Már Sveinsson, þjálfari FítonsKrafts. „Þetta er frábær viðbót við æfingar FítonsKrafts og kemur betur til móts við þarfir fólks á landsbyggðinni sem og aðra sem þurfa eða vilja æfa heima,“ segir Atli enn fremur.

Hver og einn sem skráir sig í fjarþjálfun hjá FítonsKrafti fær 2-3 daga einstaklingsmiðað æfingaprógram sem stendur yfir í u.þ.b. sex vikur í senn. Þá er staðan endurskoðuð og fólk getur þá fengið nýtt prógram. „Það er von okkar þetta eigi eftir að bæta upplifun notenda að þjálfuninni og gera hana skilvirkari,“ segir Atli að lokum.

Allar nánari upplýsingar og skráning í fjarþjálfun FítonsKrafts er að finna hér.

Sjá hér myndband frá Fjarmeðferð.