Skip to main content

Vertu með okkur í maí!

Eurovision maí er hafinn!! 

Kraftur eignar sér að sjálfsögðu framlag Íslands í ár, nafnið  POWER (halló, Kraftur!) og svo er og textinn sjálfur ekki minni tenging við ferðalagið með krabbanum.

Við segjum því bara áfram Diljá!

Það er fleira að gerast í maí, en bara Eurovision:

Tvær göngur fyrirhugaðar 10. og 27maí.  Við hvetjum ykkur eindregið til að skrá ykkur og fara í hressandi göngu með honum Atla.  Hægt að skrá sig hér!

StelpuKraftur ætlar að hittast 15. og 29. maí  og gera eitthvað huggulegt saman eins og þeim einum er lagið.

Krabbapabbar ATH! (hvort sem þið eruð krabbameinsgreindir eða aðstandendur)  ykkur er boðið að mæta með krílin ykkar (börn undir grunnskóla aldri) í Fjölskylduland í boði Krafts og hafa það kósí milli kl 11:00 og 13:00 þann 18. maí nk.
Skráning er hafin hér!

* Við ætlum svo að hafa fjölskyldustund í Fjölskyldulandi 25. maí milli kl 16:00 og 18:00. Léttar veitingar og frábært umhverfi fyrir þau minnstu. Skráning er hafin hér!

* Ekki má svo gleyma Stuðninsfulltrúa námskeiðinu sem Þorri sálfræðingur sér um. Þetta eru tvö skipti 24. og  31. maí.
Áhugasamir endilega skráið ykkur.

Hlökkum til að sjá þig

Kraftskveðjur,
Starfsfólk og stjórn Krafts