Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Að klífa brattann – Göngunámskeið

18. júní @ 18:00 - 20:00

Kraftur býður upp á skemmtilegt göngunámskeið í hópi félagsmanna sem langar að stunda útivist í góðum félagsskap meðal jafningja. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu og þá sem eru lengra komnir sem og aðstandendur.

Gengið verður á þriðjudögum – á 2ja vikna fresti frá og með 19.mars til 11.júní. Göngurnar hefjast kl. 18:00. Gengið verður á láglendi og lægri fjöll í nágrenni við höfuðborgina.

Dagskrá:

19. mars – Hobbitahringur / Vífilsstaðahlíð
2. apríl – Heiðmörk hringur
16. apríl – Búrfellsgjá
30. apríl – Úlfarsfell
14. maí – Mosfell
28.maí – Reykjafell
11.júní – Helgafell Hafnarfirði eða veljum eftit formi þátttakenda

Aðferðafræði jákvæðrar sálfræði verður nýtt í þeim tilgangi að auka vellíðan þátttakenda, með jákvæðum inngripum s.s. 3 góðir hlutir, þakklæti, góðvild, hreyfing úti í náttúrunni, góð félagsleg tengsl, styrkleikar, ásamt mikilvægis samkenndar í eigin garð.

Bára Mjöll Þórðardóttir mun sjá um gönguleiðsögn á námskeiðinu. Bára hefur mikinn áhuga á útivist, hreyfingu, heilbrigði og ferðalögum. Hún byrjaði að ganga fjöll árið 2012 og hefur ferðast víða síðan en það sem stendur upp úr eru ferðalög hennar til Nepal þar sem hún gekk m.a. í grunnbúðir Annapurna og langleiðina í grunnbúðir Everest. Einnig hefur hún verið að leiðseigja fyrir Fjallafélagið og Ferðafélag Íslands. Bára Mjöll er mikil áhugamanneskja um jákvæða sálfræði en hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Staðfestingargjald á námskeiðið er 3500 kr. og verður sendur greiðsluseðill í heimabanka til viðkomandi. Skráning fer fram hér.

Kraftur áskilur sér rétt á að fella niður námskeiðið ef það næst ekki næg þátttaka.

Upplýsingar

Dagsetning:
18. júní
Tímasetning:
18:00 - 20:00
Series:
Vefsíða:
https://forms.office.com/e/Gsetj1gwPi

Viðburðahaldari

Að klífa brattann – Gönguhópur
Sími
866-9600
Email
kraftur@kraftur.org
View Viðburðahaldari Website