Skip to main content

Dagskrá apríl

Með hækkandi sól koma skemmtilegar stundir og við í Krafti verðum með fullt af flottum viðburðum nú í apríl og frameftir sumri.

Við bendum sérstaklega á Lífið er núna helgi í Fljótshlíð og hlaupanámskeið fyrir byrjendur sem hefst nú í apríl sem mun koma okkur í gott hlaupaform fyrir Lífið er núna hlaupið sem verður 14. maí. Eins ætlum við að bæta í göngurnar til að þjálfa okkur fyrir einstaka ævintýraferð yfir Fimmvörðuháls í sumar.

Þar sem páskarnir eru handan við hornið ætlum við að halda stórskemmtilegt Páskabingó þann 12. apríl þar sem í boði verða veglegir vinningar. Ekki missa af þessum frábæra viðburði.

Að sjálfsögðu verðum við með fasta liði eins og vanalega í apríl eins og StelpuKraft, StrákaKraft, AðstandendaKraft og NorðanKraft .

Þú getur halað hér niður PDF af dagskrá Krafts í apríl og smellt hér fyrir dagskrá NorðanKrafts.