Skip to main content

Dagskrá Krafts í desember

Hó hó hó – nú er hinn yndislegi desember mættur með kósý kertaljósum og alls kyns kræsingum. Það verður svo sannarlega jóla- og hátíðarbragur yfir Krafti núna í desember og hlökkum við mikið til að hitta ykkur raun- og netheimum.

Hið árlega Aðventukvöld Krafts verður haldið í rafrænum heimum svo að allir félagsmenn geti notið þess að vera með okkur. Jólastund í stofunni með Krafti verður stund sem þú og þínir ættu sko ekki að missa af. Það verður öllu tjaldað til í samstarfi við Fjarskemmtun og nú er bara um að gera að skrá þig og þína á viðburðinn. Komum saman fyrir framan skjáinn, spilum bingó þar sem fullt af flottum og frábærum vinningum eru í boði og fáum óvænta gesti í settið.

Við verðum líka með dásamlega jólagöngu í Heiðmörk fyrir fjölskylduna, jólaföndur hjá StelpuKrafti, StrákaKraftur hittist og snæðir saman með Nonna í Kvan, NorðanKraftur hittist í jólaglögg og piparkökur og AðstandendaKraftur fer í sannkallaða jóga-aðventuslökun.

Hér geturðu hlaðið niður dagskrá Krafts sem og dagskrá NorðanKrafts.