Skip to main content

Dagskrá Krafts í september

Við hlökkum mikið til að eiga ánægjulegt haust með þér og þínum en það er fullt af skemmtilegum viðburðum á döfinni.

Hlaupa- og hausthátíð Krafts

Stórskemmtileg hátíð verður haldin 11. september nk. þar sem við komum saman og hvetjum þau sem ætla að hlaupa fyrir okkur í „Reykjavíkurmaraþoninu“. Þetta verður frábær hátíð með stuði, skokki, skemmtidagskrá og stemningu. Allir velkomnir en þú þarft að skrá þig til leiks hér.

FítonsKraftur í breyttu formi

Fyrsta námskeiðið með FítonsKrafti í breyttu formi hefst 14. september en nú geta allir félagsmenn í Krafti, krabbameinsgreindir og aðstandendur, tekið þátt. Kynntu þér málið hér.

Strákarnir hittast á ný

StrákaKraftur mun mæta aftur til leiks núna í haust en verið er að leggja lokahönd á nýtt fyrirkomulag og hlökkum við til að kynna það síðar. En við vekjum athygli ykkar í millitíðinni á golfmótinu – Karlarnir og kúlurnar – sem haldið verður 7. september.

NorðanKraftur verður einnig með tvo skemmtilega viðburði í mánuðinum og er hægt að nálgast dagskránna hér.

Við vonum svo sannarlega að þessar nýjungar og skemmtilegu viðburðir muni koma að góðum notum og lífga upp á hversdaginn.

Hér er hægt að hlaða niður PDF útgáfu af dagskránni okkar í september þar sem má sjá alla viðburði Krafts í þessum mánuði.

Hlökkum til að sjá þig