Skip to main content

Dagskrá Krafts í september

Við mætum af Krafti inn í haustið. Þrátt fyrir takmarkanir í fjölda á samkomum þá ætlum við eftir fremsta megni að halda starfsemi og dagskrá félagsins uppi eins og unnt er en förum að sjálfsögðu að öllu með gát og eftir fyrirmælum sóttvarnarteymisins.

FítonsKraftur er byrjaður aftur og hvetjum við þig eindregið til að nýta þér þessa frábæru endurhæfingu. StelpuKraftur og gönguhópurinn Klifið á brattann hafa hafið göngu sína á ný eftir sumarið sem og stuðningshópur fyrir aðstandendur. Stelpurnar í hlaðvarpinu Normið verða með skemmtilegan og fræðandi fræðslufyrirlestur um Lífshökk, um alls konar leiðir til að finna gleði og hamingju á óhefðbundinn hátt.

Hér getur þú  hlaðið niður stundaskrá Krafts í september.