Skip to main content

Dagskrá Krafts í janúar

Við í Krafti göngum spennt inn í nýtt ár og hlökkum til að eiga viðburðarríkt ár. Við urðum því miður að fresta Lífið er núna Festivalinu okkar sem átti að vera 22. janúar um óákveðinn tíma vegna aðstæðna en um leið og ástandið batnar þá munum við slá til veislu. Eins höfum við frestað árlegri vitundarvakningu okkar sem hefur vanalega verið í janúar fram í maí en við komum þá mæta á svæðið með alls konar nýjungar og skemmtilega viðburði.

Nú í byrjun árs stígum við varlega til jarðar fyrst um sinn og höldum nokkra rafræna viðburði og þar á meðal Fjarsvar þann 20. janúar, skemmtileg Kahoot spurningarkeppni í netheimum í boði Ómikron. FítonsKraftur kemur að sjálfsögðu af krafti inn í nýja árið og verðum við með sex vikna Kraftfit námskeið sem hjálpar þér að koma þér af stað eftir jólaslökunina. Við vekjum líka sérstaka athygli á Markþjálfun Krafts sem er þér að kostnaðarlausu en það er tilvalið að hefja nýtt ár með því að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu sem og í starfi.

Að sjálfsögðu verðum við með fasta liði eins og vanalega eins og StelpuKraft, StrákaKraft, AðstandendaKraft, NorðanKraft og göngu en hér geturðu hlaðið niður PDF útgáfu af dagskránni okkar sem og dagskrá NorðanKrafts má sjá hér.