Skip to main content

Dagskrá Krafts í maí

Við erum svo hoppandi kát að geta sagt frá því að í maí ætlum við í Krafti að láta vel á okkur bera. Við erum að fara af stað með einstaklega flott árvekni- og fjáröflunarátak undir formerkjunum Lífið er núna – Sýndu Kraft í verki. Við segjum sögur félagsmanna okkar, kynnum starfsemina og söfnum fyrir Krafti með sölu á nýju armbandi.

Þann 22. maí ætlum við að slá Íslandsmet í perlun í Hörpu og perla nýja Lífið er núna armbandið sem fer í sölu um miðjan maí. Þetta verður mögnuð stund þar sem við komum saman og perlum, njótum skemmtiatriða og finnum fyrir samstöðu með öllum sem mæta. Endilega skráðu þig og dreifðu boðskapnum áfram. Við Perlum af Krafti á Akureyri svo þann 28. maí.

Við vekjum líka sérstaka athygli á fræðslufyrirlestrinum: Frjósemi og krabbamein sem verður 4. maí og Stuðningsfulltrúanámskeiðinu sem verður í lok maí.

Að sjálfsögðu verðum við með fasta liði eins og vanalega.

Hér getur þú hlaðið niður pdf útgáfu af dagskrá Krafts í maí og dagskrá NorðanKrafts sérðu hér.