Skip to main content

Fjarþjónusta Krafts

Í ljósi nýrra tíma og samkomubanns býður Kraftur nú upp á fjarþjónustu fyrir félagsmenn. Boðið er nú upp á sálfræðiþjónustu sem og markþjálfun í gegnum Kara Connect. Þannig er hægt að hitta sálfræðing og markþjálfa Krafts „augliti til auglitis“ í gegnum öruggt svæði sem uppfyllir alla persónuverndarskilmála.

Hægt er að panta fjarþjónustuna hér að neðan en þú þarft bara að skrá þig fyrst sem nýjan notanda og staðfesta það með tölvupósti. Þegar sálfræðingur Krafts eða markþjálfi hefur fengið beiðnina þína færðu senda tillögu um fundartíma og síðar áminningu í tölvupósti um fundartíma.


Bóka tíma hjá sálfræðingi


Bóka tíma hjá markþjálfa

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú lendir í vandræðum eða ert með einhverjar spurningar.

Við bendum líka á að FítonsKraftur er með Fjarþjálfun sem er sérsniðin fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Í fjarþjálfuninni er hægt er að blanda saman mörgum tegundum af hreyfingu. Fjarþjálfun FítonsKrafts hentar þeim sem geta æft sjálfstætt eftir æfingaprógrammi og leiðsögn frá sérmentuðum þjálfara og hentar vel í samkomubanninu.