Skip to main content

Kraftur fer hægt og rólega af stað

Við hjá Krafti erum búin að vera hlýða Víði og fylgja leiðbeiningum frá Almannavörnum og gerum það vissulega áfram en frá og með deginum í dag verður hægt að panta tíma í einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi eða markþjálfa. Skrifstofan okkar er líka opin núna alla virka daga frá kl. 9-16.
Æfingar hjá FítonsKrafti munu ekki hefjast strax en þú getur óskað eftir fjarþjálfun hjá Atla þjálfara.

Það verður engin eiginleg dagskrá hjá okkur í Krafti  í formi viðburði núna í maí en við vekjum hins vegar athygli á að við erum alltaf til staðar fyrir þig og þú getur komið í heimsókn til okkar í Skógarhlíðina, sent okkur póst á kraftur@kraftur.org eða hringt í síma 866-9600. Þá erum við að deila ýmsu spennandi efni inn á vefsíðu félagsins sem og hagnýtum greinum inn á hóp félagsmanna á Facebook. 

Við metum stöðuna daglega til að tryggja öryggi þeirra sem til okkar leita.

Vinsamlegast hafið í huga að ef þið finnið fyrir flensueinkennum er mikilvægt að fresta heimsókn til okkar og endurbóka tíma.

Sýnum áfram ábyrgð – því við erum jú öll almannavarnir.