Skip to main content

Dagskrá Krafts í nóvember

Við erum með fullt af flottum viðburðum, námskeiðum, hittingum og fleira í nóvember. En þar sem StrákaKraftur hefur formlega hafið göngu sína á ný og ætlum við að vera með Kröftuga Strákastund á Kexinu fimmtudaginn 4. nóvember. Krabbamein snertir fjöldann allan af mönnum hvort sem þeir hafa sjálfir greinst, eru makar, synir, afar, pabbar, vinir eða samstarfsfélagar og getur verið gott að heyra í öðrum sem hafa svipaða reynslu.

Kröftug strákastund

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem greindist með æxli í bakinu mun segja frá sinni reynslu á Kröftugu strákastundinni. Aðstandendurnir Pétur Helgason, Hjörleifur Stefánsson, og Arnar Sveinn Geirsson, munu tala um það hvernig krabbamein hefur haft áhrif á þeirra líf og hvernig þeir hafa dílað við það. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Krabbameinsfélagsins og Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins munu halda utan um stundina.

Það er ókeypis á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig hér. Eftir stundina munu Stebbi Jak og Hafþór Valur stíga á stokk.

Tékkaðu líka sérstaklega á þessu:

  • FítonsKraftur starfar nú í formi hreyfingar og útivistar og er með regluleg námskeið og viðburði bæði fyrir aðstandendur og krabbameinsgreinda. Við hvetjum þig eindregið til að koma í núið í nóvember og skrá þig á 6 vikna jóganámskeið og nýta þér göngurnar sem eru fyrir alla aldurshópa og getustig.
  • Taktu 9. desember frá því þá verðum við með árlega Aðventukvöldið okkar.
  • Þann 22. janúar verðum við svo með Lífið er núna Festivalið svo nú er um að gera að merkja þann dag appelsínugulan í dagatalinu.

Hér má hlaða niður PDF útgáfu af dagskránni okkar og Dagskrá NorðanKrafts má finna hér.