Skip to main content

Dagskráin í maí

Maí byrjar af Krafti og núna 2. maí ætla 130 konur að klífa hæsta tind landsins til styrktar bættum aðbúnaði á nýrri blóð- og krabbameinsdeild Landspítalans sem að margir félagsmenn okkar þurfa að leita til. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa frétt og dreifa boðskapnum um hvernig unnt er að heita á þær og styðja þannig við bakið á verkefninu.

Viðburðir í maí

StelpuKraftur og AðstandendaKraftur verða með stafræna hittinga og hittinga í raunheimum. NorðanKraftur verður með tvo viðburði. Æfingar hjá FítonsKrafti verða á dagskrá og að sjálfsögðu fjarþjálfunin. Axarkast með FítonsKrafti er á dagskrá, Frisbígolf á Klambratúni og að sjálfsögðu ganga með Að klífa brattann í Elliðaárdalnum. Skrollaðu niður fyrir nánari upplýsingar.

Við vekjum sérstaka athygli á fræðslufyrirlestrinum Óstöðvandi í topp tilfinningarlegu ástandi með Bjarti Guðmundssyni sem verður 19. maí í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Ekki láta þennan snilling fram hjá þér fara.

Lífið er núna – endurhæfingarhelgi

Lífið er núna helgin verður nú haldin í Ensku húsunum í Borgarfirði  4. – 6. júní enn er hægt að skrá sig í helgina en takmarkað pláss er í boði svo tryggðu þér sæti hér.

Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni fyrir maí og dagskrána fyrir NorðanKraft er að finna hér.  

Kær Kraftskveðja,
Starfsfólk og stjórn Krafts