Skip to main content

Dagskráin í maí

Maí byrjar af Krafti og núna 2. maí ætla 130 konur að klífa hæsta tind landsins til styrktar bættum aðbúnaði á nýrri blóð- og krabbameinsdeild Landspítalans sem að margir félagsmenn okkar þurfa að leita til. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa frétt og dreifa boðskapnum um hvernig unnt er að heita á þær og styðja þannig við bakið á verkefninu.

Viðburðir í maí

StelpuKraftur og AðstandendaKraftur verða með stafræna hittinga og hittinga í raunheimum. NorðanKraftur verður með tvo viðburði. Æfingar hjá FítonsKrafti verða á dagskrá og að sjálfsögðu fjarþjálfunin. Axarkast með FítonsKrafti er á dagskrá, Frisbígolf á Klambratúni og að sjálfsögðu ganga með Að klífa brattann í Elliðaárdalnum. Skrollaðu niður fyrir nánari upplýsingar.

Við vekjum sérstaka athygli á fræðslufyrirlestrinum Óstöðvandi í topp tilfinningarlegu ástandi með Bjarti Guðmundssyni sem verður 19. maí í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Ekki láta þennan snilling fram hjá þér fara.

Lífið er núna – endurhæfingarhelgi

Lífið er núna helgin verður nú haldin í Ensku húsunum í Borgarfirði  4. – 6. júní enn er hægt að skrá sig í helgina en takmarkað pláss er í boði svo tryggðu þér sæti hér.

Hér getur þú líka hlaðið niður dagskránni fyrir maí og dagskrána fyrir NorðanKraft er að finna hér.  

Kær Kraftskveðja,
Starfsfólk og stjórn Krafts

Close Menu