Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Kom færandi hendi

15. mars 2017

Þessi höfðingi, Kristján Björn Tryggvason, sem er með lokastig krabbameins, safnaði 553 þúsund krónum meðal viðskiptavina Fjarðarkaups til styrktar Krafti og kom, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Þórsdóttur, með peningana og færði okkur. Það eru engin orð sem lýsa aðdáun minni á þessum góða vini okkar í Krafti. Innilegar þakkir, elsku Kiddi.

Umsóknir um styrk úr Neyðarsjóði Krafts

8. mars 2017

Úthlutað verður úr Neyðarsjóði Krafts í apríl n.k. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn: a. Læknisvottorð þar sem fram kemur staðfesting á sjúkdómnum og hvenær hann greindist, b. Kvittanir og reikninga vegna læknis- og/eða lyfjakostnaðar.s.l tvö ár. c. Skattaskýrsla síðasta almanaksárs. Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn gefur Ragnheiður Davíðsdóttir, … Lesa áfram „Umsóknir um styrk úr Neyðarsjóði Krafts“

Perlað með Krafti á Selfossi

2. mars 2017

Kraftur ætlar að að halda perlustund á Selfossi og ekki seinna vænna þar sem armböndin okkar eru enn og aftur farin að klárast. Ætlum við að perla saman í húskynnum Fjölheima við Tryggvagötu á Selfossi milli kl. 13 – 17 á sunnudaginn og óskum við eftir ykkar aðstoð! Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ … Lesa áfram „Perlað með Krafti á Selfossi“

Fyrirlestraröð – Fjölskyldan og krabbamein

27. febrúar 2017

Röð fyrirlestra í boði Landspítala, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Þessi fræðsla er liður í gæðaverkefni fyrir fjölskyldur þar sem foreldri hefur greinst með krabbamein. Fyrirlestrarnir eru í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. mars 2017 16:30 Góð næring -betri lífsgæði Rannveig Björnsdóttir næringarfræðingur 17:00 Hugur og heilsa Sigurlína Davíðsdóttir sálfræðingur og prófessor … Lesa áfram „Fyrirlestraröð – Fjölskyldan og krabbamein“

Krafts-dagur hjá Atlantsolíu

16. febrúar 2017

Í dag renna tvær krónur af hverjum seldum lítra af öllu eldsneyti sem selt er á dælustöðvum Atlantsolíu til Krafts. Atlantsolía hefur lengi verið dyggur stuðningsaðili Krafts og þeir sem skrá sig fyrir dælulykli í gegnum Kraft geta styrkt félagið áfram þar sem þeir fá 6 króna afslátt af hverjum lítra auk þess sem 2 … Lesa áfram „Krafts-dagur hjá Atlantsolíu“

Himneskt styrkir Kraft í febrúar

15. febrúar 2017

Nú í febrúar ætla Aðföng að styrkja Kraft um 15 kr. af hverri seldri Himneskt vöru. Við hjá Krafti erum í skýjunum yfir þessu og hvetjum alla til að versla Himneskt vörurnar í meistamánuðinum mikla. Þetta er gott tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi…kaupa ógrynni af ótrúlega hollum mat og styrkja Kraft … Lesa áfram „Himneskt styrkir Kraft í febrúar“

Nokkur gölluð armbönd

14. febrúar 2017

Því miður kom í ljós að fyrsta pöntun okkar af perlunum voru gallaðar og hefur liturinn máðst af einhverjum þeirra. Einhver armbönd voru perluð með þeim perlum. Ef þið eigið slíkt armband getið þið komið í Skógarhlíð 8 og skilað armbandinu eða eða sent okkur það í pósti og fengið nýtt þess í stað. Við … Lesa áfram „Nokkur gölluð armbönd“

Þroskaþjálfanemar perla fyrir Kraft

26. janúar 2017

Í morgun komu þrjár hressar stúlkur, Kata, Fanndís og Hildur, úr þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands og perluðu armbönd fyrir Kraft. Þetta verkefni er liður í námi þeirra og fengu þær að velja sér sjálfboðastarf. Við í Krafti erum stolt af því að félagið okkar varð fyrir valinu og tókum þeim stöllum fagnandi. Þær perluðu fjölmörg armbönd … Lesa áfram „Þroskaþjálfanemar perla fyrir Kraft“

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni