Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Seldu listaverk og studdu Kraft

17. mars 2021

Jóhanna Katrín Pálsdóttir eða Hanna, eins og hún var alltaf kölluð, lést úr lungnakrabbameini árið 2017 þá 83 ára gömul. Hanna hóf að mála listaverk á efri árum og eftir andlát hennar ákváðu afkomendur að selja listaverkin hennar til stuðnings Krafti. Nýverið styrktu afkomendur Hönnu Kraft um 472.713 krónur. Að sögn þeirra þá fann Hanna … Lesa áfram „Seldu listaverk og studdu Kraft“

Krúnuraka sig til styrktar Krafti

Frænkurnar Helga Lára Grétarsdóttir og Edda Sigrún Jónsdóttir safna nú áheitum til styrktar Krafti inni á Kass undir heitinu AF MEÐ HÁRIÐ. Markmið þeirra er að safna 300.000 krónum fyrir Kraft fyrir þriðjudaginn 23. mars 2021 og ef það tekst þá ætla þær báðar að krúnuraka sig. „Við Edda erum systkinabörn og höfum báðar verið … Lesa áfram „Krúnuraka sig til styrktar Krafti“

Kíktu á kúlurnar

11. mars 2021

Í tilefni af Mottumars lærum við að þekkja einkenni eistnakrabbameins sem er algengasta illkynja æxli karla á aldrinum 25-39 ára. Árlega greinast um 15 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru … Lesa áfram „Kíktu á kúlurnar“

Starfsmenn Krisp stimpluðu sig út til að styrkja Kraft

3. mars 2021

Á alþjóðadegi gegn krabbameinum, þann 4. febrúar, ákváðu eigendur veitingastaðarins Krisp á Selfossi að láta 20% af öllum take-away pöntunum renna til styrktar Krafti. Að auki ákváðu starfsmenn Krisp að láta launin sín þann daginn renna til félagsins. Sigurður Ágústsson, annar eigandi Krisp, greindist með beinmergsæxli í október og því er þeim málefnið mjög hugleikið. … Lesa áfram „Starfsmenn Krisp stimpluðu sig út til að styrkja Kraft“

Dagskráin í mars

Við tökum spennt á móti Mottumars og munum svo sannarlega leggja okkar á vogarskálarnar til að vekja athygli á krabbameinum hjá karlmönnum með ýmsum hætti.  Meðal annars verðum við með Kraftmikla strákastund á Kexinu þar sem Matti Oswald, markþjálfi og Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur, munu stýra áhugaverðri karlastund. Þar munu m.a. Arnar Sveinn Geirsson, Gísli Álfgeirsson … Lesa áfram „Dagskráin í mars“

Erum að afgreiða pantanir

10. febrúar 2021

Við erum svo óendanlega þakklát ykkur öllum sem hafið pantað LÍFIÐ ER NÚNA húfurnar. Við erum að vinna hörðum höndum við að afgreiða pantanirnar. Við erum byrjuð að fá fyrstu skammtana af appelsínugulu húfunum til okkar þessa dagana en einhverjar tafir urðu í framleiðslu hennar. Við látum vita um leið og pantanir hafa verið afgreidddar. … Lesa áfram „Erum að afgreiða pantanir“

Fjöldi fólks sýndi Kraft í verki

5. febrúar 2021

Á alþjóðadegi gegn krabbameinum, 4. febrúar, hélt Kraftur sína fyrstu söfnunarútsendingu í samstarfi við Símann, K100 og mbl.is. Allir sem komu að framleiðslu þáttarins gáfu vinnu sína og rann allt söfnunarfé beint til Krafts. „Þetta var einstakt kvöld og við hefðum aldrei getað gert þetta nema fyrir velvilja allra þeirra sem að komu að þessu. … Lesa áfram „Fjöldi fólks sýndi Kraft í verki“

Það getur haft áhrif á sjónarhornið hvar þú stendur

Kraftur tekur þátt í Vetrarhátíð dagana 4. til 7. febrúar með umhverfislistaverkinu Lífið er núna. Verkið er staðsett að Laugavegi 31 og hvetur Kraftur vegfarendur til að kíkja á verkið. Fólk getur sýnt kraft í verki og sýnt samstöðu á samfélagsmiðlum með því að taka mynd eða sjálfu með merkinu og nota #lífiðernúna. Hugmyndasmiður og … Lesa áfram „Það getur haft áhrif á sjónarhornið hvar þú stendur“

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS