Aðsendar spurningar

Sendu okkur endilega línu ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum og við svörum þér eins skjótt og auðið er.

Senda inn spurningu

GREINAR

Get ég farið í brjóstaskimun og leghálsskimun á sama tíma eins og ég gat gert þegar Krabbameinsfélagið sá um skimanir?

Nei, ekki er hægt að fara í skimun bæði fyrir brjóst og legháls á sama tíma þar sem þetta er framkvæmt ekki á sama stað og ekki eru sömu aldursmörk....
Lesa meira

Eiga konur sjálfar að panta í endurkomu í skimun eða hvernig er þeim málum háttað?

Ef til dæmis er mælt með nýrri skimun eftir 6 eða 12 mánuði þá færðu bréf sem minnir þig á að panta tíma í skimun á heilsugæslunni eða hjá kvensjúkdómalækni.
Lesa meira

Hvar eru svör varðandi leghálssýnin sem tekin voru og voru geymd í marga mánuði?

Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni þá voru sýnin sem tekin voru í nóvember og desember 2020 svokölluð geymslusýni. Þau voru tekin með sýnatökusetti( thinprep) sem hætt var að nota um áramótin...
Lesa meira

Hvert á ég að leita ef mig vantar svör varðandi skimun fyrir krabbameini?

Hægt er að leita svara hjá samhæfingarstöð krabbameinsskimana, einnig er boðið upp á netspjall á heilsuvera varðandi krabbameinsskimanir og einnig er hægt að tala við sinn kvensjúkdómalækni.
Lesa meira

Get ég pantað tíma í leghálsskimun án þess að vera búin að fá boðun?

Já. Leitaðu ávallt til læknis ef þú finnur fyrir einkennum í kviðarholi, til dæmis óreglulegum blæðingum, verkjum eða breytingu á útferð, óháð því hvort þú hefur farið í skimun eður...
Lesa meira

Hver eru rökin fyrir því að breytt var úr skimun á þriggja ára fresti í fimm ára fresti?

Skimun er ákveðið kerfi sem sett er upp fyrir heilt þjóðfélag. Skimunarleiðbeiningar eru byggðar á bestu þekkingu á hverjum tíma. HPV mæling hefur verið tekin upp í mörgum löndum á...
Lesa meira

Hvar eru niðurstöður úr leghálsskimun skoðaðar?

Frumusýni úr leghálskrabbameinsskimun er rannsakað í smásjá á rannsóknarstofunni. Rannsóknin leiðir síðan í ljós hvort að um frumubreytingar sé að ræða. Öll skimunarsýni eru send á stóra rannsóknarstofu í Danmörku...
Lesa meira

Hvar er mér tilkynnt um niðurstöður úr leghálskrabbameinsskimun?

Þegar engar frumubreytingar eru til staðar er niðurstaðan send rafrænt til þín í gegnum Ísland.is (Mínar síður – Pósthólf). Það þýðir að ekkert óeðlilegt kom í ljós. Þú færð sjálfkrafa...
Lesa meira

Hvernig fer leghálsskimun fram og hver tekur leghálssýnið?

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert og halda áfram að gera...
Lesa meira

Ég man ekki hvenær ég fór síðast í leghálsskimun, hvar fæ ég þær upplýsingar?

Ef þú ert í vafa um hvenær þú fórst síðast í skimun getur þú leitað að upplýsingunum inn á www.heilsuvera.is og þar ferðu inn í Sjúkrasaga – Skimunarsaga. Þú getur...
Lesa meira

Hvernig er skimun fyrir leghálskrabbameini háttað?

Konur eru boðaðar í reglubundna skimun með boðsbréfi í bréfpósti en unnið er að því að boðsbréfin verði rafræn í náinni framtíð. Miðað er við að konum sé boðin skimun...
Lesa meira

Hvað er skimun fyrir leghálskrabbameini?

Frumubreytingar geta valdið leghálskrabbameini. Þegar slíkar breytingar eru uppgötvaðar og meðhöndlaðar í tíma er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að þær valdi leghálskrabbameini. Frumubreytingar eru ekki krabbamein...
Lesa meira

Ég fann hnút í brjósti við sjálfskoðun, hvert á ég að leita?

Finnist hnútur við sjálfskoðun skaltu leita strax til læknis á heilsugæslunni þinni. Það ætti ekki að þurfa að bíða í marga daga eftir tíma en það er vert að segja...
Lesa meira

Ég er ólétt, má ég fara í brjóstaskimun?

Ekki er mælt með brjóstaskimun hjá einkennalausum konum á meðgöngu og ekki fyrr en þremur mánuðum eftir að brjóstagjöf lýkur.
Lesa meira

Ég er með brjóstapúða, hefur það áhrif á brjóstaskimun?

Ef þú ert með brjóstapúða er oftast ekkert mál að framkvæma brjóstaskimun, þó getur það farið eftir hvar púðinn liggur, fyrir framan eða aftan brjóstvöðvann, það getur truflað myndgreininguna meira...
Lesa meira

Hversu langur er biðtíminn í klíníska brjóstamyndatöku og hvar fer sú fram?

Klínísk brjóstamyndataka er fyrir konur með einkenni frá brjóstum, eða þær sem finna fyrir hnút í brjóstum. Ef þú finnur fyrir hnút í brjóstum skaltu leita til læknis á heilsugæslunni....
Lesa meira

Hvað tekur það langan tíma að fá niðurstöður úr brjóstaskimun og hvar fæ ég upplýsingar um það ?

Allar konur fá svar úr skimun inn á island.is og ætti svar að berast 2-4 vikum eftir skimun. Ef grunur leikur á að um krabbamein sé að ræða að skimun...
Lesa meira

Ég man ekki hvenær ég fór síðast í brjóstaskimun, hvar fæ ég þær upplýsingar?

Ef þú ert í vafa um hvenær þú fórst síðast í skimun getur þú leitað að upplýsingunum inn á www.heilsuvera.is og þar ferðu inn í Sjúkrasaga – Skimunarsaga. Þú getur...
Lesa meira

Hvernig fer brjóstaskimun fram?

Skimunin er röntgenmyndataka af báðum brjóstum (brjóstamyndataka). Geislafræðingar framkvæma rannsóknina en röntgenlæknar skoða myndirnar þínar.
Lesa meira

Hvar fer brjóstaskimunin fram?

Í Reykjavík fer brjóstaskimunin fram í Brjóstamiðstöð, sem er á 3. hæð að Eiríksgötu 5. Á Akureyri er þjónustan staðsett á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi, inngangur C. Á landsbyggðinni er...
Lesa meira

Hvernig er kallað inn til brjóstaskimunar?

Einkennalausum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Konur fá boðsbréf frá samhæfingarstöð...
Lesa meira

Hvað er brjóstaskimun?

Brjóstaskimun er rannsókn á einkennalausum konum. Markmið skimunar er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi, bjóða betri meðferðarvalkosti og koma í veg fyrir að konur látist úr brjóstakrabbameini. Skimun er ekki...
Lesa meira

Kíktu á kúlurnar

[elementor-template id=”1269640″]
Lesa meira

Get ég stundað kynlíf/haft samfarir eftir geislameðferð?

Geislameðferð virkar einungis á þann stað sem er geislaður og er geislunin hvorki smitast né kemst milli ástvinar eða maka á neinn hátt. Hjá einstaklingum sem fá meðferð með geislavirku...
Lesa meira

Ég bý úti á landi en þarf að fara til Reykjavíkur í meðferð hvar get ég gist?

Samkvæmt Sjúkratryggingum Íslands eiga allir sjúkratryggðir einstaklingar rétt á gistiþjónustu ef þeir þurfa að fara í rannsóknir eða meðferðir fjarri heimili sínu. Þá færðu gistingu með fullu fæði og sjúkratryggingar...
Lesa meira

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu