Árlega greinast hér á landi um 1.600 manns með krabbamein og þar af eru 70 manns á aldrinum 18-40 ára. Eðlilega vakna upp óteljandi spurningar þegar fólk greinist með krabbamein. Hér á fræðsluvef Krafts geturðu leitað þér að alls konar fræðslu og upplýsingum um krabbamein og málefni tengd því. Hvert þú getur leitað varðandi réttindi þín og annað því tengt. Fræðsluvefurinn okkar er byggður á bókinni LífsKrafti – Fokk ég er með krabbamein sem félagið gefur út.
Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum endilega sendu okkur þá fyrirspurn undir aðsendar spurningar og við svörum spurningunni þinni eins skjótt og auðið er.
Við viljum halda fræðsluvefnum okkar lifandi svo nú er bara um að gera að fræðast og spyrja.